Í sambandi viðo þetta mikla p2p mál, fór ég að pæla í einum hlut:
Hafið þið kæru hugarar tileinkað ykkur einhverjar þumalputtareglur í sambandi við niðurhal, eins og að:

Kaupa diska eftir að þú ert búinn að hlusta reglulega á viðkomandi disk í rúma viku.

Að hlaða ekki niður myndum sem eru enn í bíó, og hlaða ekki niður útgáfum sem teknar hafa verið í kvikmyndasal. (Allt sem þú þarft að vita um myndir ef þú ert í vafa um hvort þú viljir sjá þær er hægt að finna á imdb.com)

Að kaupa DVD diskinn með myndum sem maður er búinn að horfa á oftar en einu sinni.

???

Og eitt enn, hvaða áhrif hefur aukið niðurhal haft á tónlistarsmekk ykkar og kaup á diskum?
Ég hef verið að kaupa mér svipað mikið af diskum eftir að ég fékk mér adsl (niðurhal kom bara í staðin fyrir að rippa diska sem ég fékk lánaða hjá vinum mínum), en hinsvegar hef ég verið að kaupa allt aðra diska heldur en áður, eins og meistaraverkið “De-Loused in the Comatorium” með The Mars Volta hefði ég aldrei rekist á nema fyrir þá staðreynd að ég las að stofnmeðlimir Sparta og The Mars Volta hefðu eitt sinn verið saman í At the Drive-thru, og ákvað að checka á disknum, sem ég hefði aldrei gert hefði ég þurft að kaupa diskinn.