Ok eins og flestir vita þá er búið að loka íslenskum dc höbbum. Ég viðurkenni að ég næ í flesta mína tónlist þaðan en þrátt fyrir að fá tónlist frítt þá hafa kaup mín á geisladiskum hækkað síðan að ég fékk dc++.
Þetta á kannski ekki við um alla, sumum finnst kanski betra að ná í tónlistina og kaupa ekkert.

En það er ekki skrítið að fólk nái í tónlistina á netinu! Svona gamlar rokkplötur (20 ára og eldri) kosta ennþá jafn mikinn pening ef ekki meiri en þegar þeir voru nýjir!

Td. þegar ég fór til útlanda keypti ég mér 12 geisladiska en samt er ég með dc! Þeir kosta líka bara 500-800 kall eða minna þarna úti og þar er líka 20 sinnum meira úrval!

Ég var búinn að bíða eftir Alice Cooper disk heillengi og loksins þegar hann kom út í Bandaríkjunum kom hann ekki fyrr en 10 mánuðum seinna.. En þá var ég líka búinn að redda mér disknum frá útlöndum.

Skífan, BT og allt það er með lítið sem ekkert úrval af geisladiskum og ef maður finnur geisladiskinn sem manni langar í þá kostar hann 2.500 kall!