Fundum lokið og verkfall skellur á

Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga lauk nú fyrir stundu í húsakynnum sáttasemjara. Ekkert samkomulag er í sjónmáli og verkfall 4.500 grunnskólakennara skellur því á nú á miðnætti. Næsti fundur er ekki boðaður hjá sáttasemjara fyrr en á fimmtudag. Rúmlega 43 þúsund skólabörn þurfa því að sitja heima næstu viku að minnsta kosti.


Tekið af www.visir.is
Kv. Pottlok