Undanfarið hefur fólk mikið verið að telja upp hluti sem það fyrirlítur eða jafnvel hatar… nú er komið að mér.

1. Ég hata fólk sem nöldrar of mikið, kvartar stöðugt undan nýju útliti á huga. Asnalega fólk, alltaf þegar þessu er breytt þá er alltaf nöldrað jafn mikið. Ég er viss um að ef að vefstjórar færu nú að láta undan og breyta útlitinu í eins og það var, þá myndi allt verða vitlaust. Þetta var líka svona þegar upprunalega huga var breytt. Viljið þið fá það útlit aftur? Ferðast aftur á hugasteinöld?

2. Ég þoooooooooli ekki þegar fólk í kringum mig er að segja mér hvað ég geti gert betur, og ég á að gera þetta svona en ekki svona. Eins og þegar ættingjar eru að segja mér hvernig ég eigi að ala barnið mitt upp, og hvernig ég á að setja húfu á það, hvað er mínu barni og mér fyrir bestu þegar það hefur í raun ekki eina einustu hugmynd um hvað er að (þá er ég að tala um fólk sem hefur þekkt mig í örfáa mánuði og heldur að það geti séð í gegnum mig eins og rúðu).

3. Ég þoli ekki folk.is.

4. Gelgjur.

5. Gelgjur á folk.is sem vanhelga bloggið mitt með endalausum skrifum á gestabókina mína með: “ígt flot heijmasíða! Kíggaðu á mína og sgrifaðu í gestó!!!!!1111!!1!!!!”

6. Gelgjur á folk.is sem eru með endalaust af stolnu og fáránlegu efni á síðunni sinni. Það er nákvæmnlega sama á öllum þessum síðum. DJÖFULL hvað það fer í taugarnar á mér.

7. Ég þoli ekki þegar hlutirnir eru ákveðnir fyrir mig.

8. Ég hata þegar fólk er að segja mér að það viti miklu betur hvernig mér líður, og viti nákvæmnlega hvernig á að taka á því. Sérstaklega fólk sem hefur aldrei upplifað þunglyndi eða kvíða af viti. “Þetta er allt inní hausnum á þér, þú verður bara að stíga uppúr þessu eins og þetta hafi aldrei gerst. Það er sko ekkert auðveldara í heiminum heldur en að breyta hvernig efnaskipti heilans brjótast niður og jafna það út með smá sparki í rassinn sko!”

9. Gelgjur á IRC.

10. Fólk að senda mér skilaboð á IRC út af nickinu mínu, spyrjandi hvort ég trúi á Guð.

11. Sorglegt og örvæntingafullt fólk af IRC, sem greinilega hefur ekkert betra við tímann sinn að gera heldur en að sitja fyrir framan tölvuskjáinn sinn allan liðlangann daginn og leita sér að drætti. “Einhver sæt og sexy gröð 13 ára gella til í að tjatta við einn 14 ára??!??! msg me!”
Mér er spurn… Eru 13 ára stelpur sætar og sexy? Eru þær gellur?!

12. Ég þoli ekki fólk sem þykist vita allt. Það liggur viðarstyggðarfnykur af fólki sem er svo ógeðslega sjálfsánægt, og lætur bókstaflega rigna uppí nefið á sér, og heldur virkilega að heimurinn snúist í kringum sig.

13. Beyglur (ofmeikaðar gelgjur, sem hafa virkilega ekkert á milli eyrnanna og þurfa að spila allt útá útlitið, halda að þær séu orðnar alveg rígfullorðnar komnar með gráa fiðringinn og allt saman, rétt um 13 - 16 ára.)

14. Hnakkar. Nákvæmnlega sama hárgreiðslan, nákvæmnlega sami bíllinn, fötin alveg eins, hárlitur, húðin, sama tónlistin og næstum því einhver helvítis tískubylgja á græjurnar. Þegar þú ert kominn með smá húðlit, þá þarftu ekki að fara í ljós á hverjum andskotans helvítis degi til að verða eins og blökkumaður. Endilega, dreptu þig af húðkrabbameini fyrir fertugt. AFHVERJU EKKI?!

15. Fólk sem er fanatískt á reykingar. Godfuckingdamnit. Um leið og þið hættið að stunda ljósabekki, keyra of hratt, drekka áfengi, og farið að lifa á lífrænt ræktuðu grasi, þá skal ég fyrst íhuga það að hlusta á það sem þið eruð að segja. Lifið í óspilltri náttúru, farið til Grænlands… NEI! ENNÞÁ BETRA! FARIÐ TIL NORÐURSKAUTSINS! Sendið mér e-mail þegar frostið er búið að kremja og kreista öll eiturefni og ógeð útúr líkamanum á ykkur.

16. Selfyssingar. Fólk sem getur ekki keyrt niður Laugaveginn án þess að opna allar rúður og hækka tónlistina í botn.

17. Feministar. Sure, margar hverjar besta fólk. En rauðsokkurnar þoli ég ekki. No offense, en þið megið fara á Suðurskautið líka.

18. Fólk sem talar útum rassgatið á sér.

19. Rassgöt sem tala útum munninn á sér.

20. Pink.

21. Avril Lavigne.

22. Linkin Park

23. Limp Bizkit.

24. DV.

25. Fm 957.

26. Stjána Stuð.

27. Ógeðslega óþolandi gaurinn á X-inu sem mig minnir að sé með Frosta og þeim. ÓÓÓÓÓÓÓÓÓÞOLANDI hvernig maðurinn NAUÐGAR hverju einasta snitti af virðingu fyrir íslenskri tungu sem maður kann að hafa. “Veistu hvað ég meina félagi?! Já Félagi!” Ekki nóg með það, heldur er röddin á honum ekkert til að fegra þetta. Guð minn almáttugur.

28. Krossinn. Vona að þið móðgist ekki… En í fullri alvöru finnst mér þið vera snargeðveik. Eruð þið ánægð? Good for you! En ég held samt að þið séuð eitthvað klikkuð.

29. Spam.

30. “Hæ, ask?”

31. Fótbolti. En bara í sjónvarpi. Frábærlega gaman að spila fótbolta… En að horfa á helling af sveittum karlmönnum hlaupa eftir einhverri ljótri boltatuðru og “faðmast karlmannlega” í hvert skipti sem einhverjum tekst að sparka honum í netið er eitthvað sem einfaldlega ruggar ekki bátnum mínum.

32. Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Mín skoðun, ég á rétt á henni. SHADAP!

33. Fólk.

34. Heiminn.

35. Sjúkrahús.

36. Gamlar, bitrar hjúkkur.

37. Höfuðverki.

38. Birgittu Haukdal.

39. Jónsa í Svörtum Fötum.

40. And last but not least, RAPP! Fucking hata það.