Okay, ég var að lesa greinina um greyið köttinn sem hafði verið týndur í þrjár vikur og eigandinn er að taka erfiðar ákvarðanir.
Svo brá mér VIRKILEGA MIKIÐ þegar ég las sum svör þarna neðan við!
Er þroski sumra hugara svona LÍTILL?!

Ég sá stutt skilaboð eins og “gott á þig” og svona RUGL.
Hafa hugarar engar tilfinningar?!

Sum gæludýr geta verið eins og partar af fjölskyldu, og þegar svona gerist fyrir fjölskyldumeðlim (þó að þetta sé gæludýr er þetta meðlimur í henni) þá getur það verið mjög erfitt fyrir eigendur og aðra í fjölskyldunni.
Ég veit að ef eitthvað kæmi fyrir einhvern í fjölskyldu einhverns myndi sá manneskju ekki líða vel og EKKI hjálpar að sjá skilaboð eins og “gott á þig”!

Ef einhver er að lesa svona, þó að sá manneskja hati t.d. ketti í þessu tilviki, þá ætti sú manneskja að hafa smá þroska á að vera ekki að skrifa svona við greinar, þó þið hafið ekki tilfinningar geta aðrir haft það.

Svo ég spyr, af hverju eruði að skrifa svona?
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!