Ég er núna blaðberi Fréttablaðsins og Dv. Ég er með 150 blöð og ég þarf að ganga með þetta eða hlaupa kl
kl sex á morgnanna, því það er skóli klukkan átta.

En það sem ég ætlaði að tala um eru póstkassarnir í húsunum. Mér finnst bara blaðberar vera í hættu. Það er mikið kvartað yfir því að blaðið sé ekki sett alveg inn, en þegar maður reynir það þá treður maður puttunum alveg lengst inn og þegar blaðið er komið alveg inn þá SKELLIST lokið á puttana á manni.

Maður hefur fengið mörg sár útaf þessu en ég er ekkert að kvarta ég er bara að segja að maður verður miklu fljótari að gera þetta með eftirfarandi póstkassa.

Oft hefur þetta gerst hjá mér en það er bara sérstakir póstkassar sem gera þetta ekki. Ég fann ekki mynd af þessum póstkössum en þeir eru svona gulir eða gull frekar held ég að þeir hafi verið gull. Maður opnar fyrst eitt lok svo stingur maður blaðinu inn og ekkert vesen.

En á sumum póstkössum þar að nota alla sína krafta til að opna fyrsta lokið. Mér finnst þetta alveg fáránlegt og finnst mér að allir ættu að vera með svona póstkassa.

En ég vildi bara koma þessu á framfæri og sjá hvernig þið bregðist við þessari grein og hvernig álit ykkar er. Takk í bili.