Af hverju geta ekki íslensk fyrirtæki hundskast til þess að láta það eiga sig að vera að framleiða DVD myndir.

Bergvík, myndform og Skífan eru fyrirtæki sem ættu einna helst að skammast sín í þessum málum.

Menuið á þessum myndum eru ávalt horbjóður og bjóða bara uppá möguleikana “Spila mynd með texta” “Spila mynd án texta” og “Velja kafka”

Ekkert aukaenfi inná þessu og ég tala nú ekki um myndirnar sjálfar. Allar myndir eru teknar upp í Widescreen og svo þarf að teja þetta til þess að þetta sé fullscreen. Má þetta ekki bara vera í Widescreen eins og þetta er best.

Þetta er ástæða fyrir því að ég er hættur að kaupa DVD á íslandi. Hætti því þegar ég sá hvernig Kill Bill 2 leit út. Öll teigð og meira að segja gölluð. Nú þarf maður að fara að skila myndinni því að það vantar inná hana öruglega 10 mín eða einhvað og í fullscreen (teigð) í þokkabót.

Legg til að þegar fólk sér í búðum íslensar útgáfur af myndum að láta þær bara vera og kaupa frekar af amazon til þess að sína skífunni og myndform og Bergvík það að fólk vill ekki myndir sem eru í þeirra framleiðslu. Þetta er sorp og ekkert nema sorp. Nú er ég pirraður.
Cinemeccanica