Hjálp !
Við erum hér 2 sem erum ráðþrota og næstum úrkula vonar um að finna lítinn silki terrier strák sem týndist um hádegið í dag í miðbæ kópavogs.
Hann er barnið okkar, og við erum dauðhræddar um hann. Ef einhver er með hann eða hefur séð hann þá endilega láta Raggý vita í síma 694-4840 ? Anna tekur líka síma 696-9959
Hann er frekar stuttklipptur, og er mjög lítill af Silki Terrier að vera, og er algerlega ómerktur, engin ól. :(
Hann labbar svolítið furðulega þessi elska, svona einsog hann skoppi frekar en labbi.
Eigendur sakna hans sárt.
P.s. erum búnar að hafa samband við lögreglu, hundaeftirlit og allt það…

Kærar þakkir,
Raggý og Anna, og hundurinn týndi, hann Harrý.