Ég er orðin ógeðslega pirruð á því hvernig fullorðna fólkið kemur fram við okkur unglingana, allavegana suma unglinga. Ég var í apótekinu í gær, að leita mér að naglalakki og ég stóð svona hjá naglalakkarekkanum og það var einhver kona að afgreiða einhvern og sá mig standa þarna og var eitthvað geðveikt að fylgjast með mér, mér finnst alveg í lagi þegar fólkið er að fylgjast með manni, en þessi kelling sem var að afgreiða gekk nú aðeins of langt. Ég hélt virkilega að hún ætlaði að taka myndir af hverri hreyfingu sem ég tók. Svo spurði hún mig hvort hún gæti eitthvað hjálpað mér og ég sagði nei, ég er bara að skoða, þá sagði hún ókey í svona hæðnistón. Ég var orðin svo pirruð að ég labbaði út úr apótekinu, en þá hleypur hún að glugganum og fylgist eitthvað geggjað mikið með mér og ég var orðin svo pirruð á henni að mig langaði að labba að henni og berja hana.
Ég er sko ekki í neinu veseni, og ég hef eiginlega aldrei stolið, bara tyggjói úr sjoppu eða eitthvað, en ég þoli þetta ekki því að þótt að einhver unglingur eða eitthvað steli úr búðum þýðir það ekki að næsti unglingur myndi gera það sama.