Tölvugúrú-ar og aðrir vinsamlegast svara eftir bestu getu auðvitað.

Jú það er þannig að ég er með adsl hjá Ogvodafone og hefur það reynst mér vel. Aldrei nein vandræði (í heimilistölvunni). ALlavegana ég er síðan með þráðlast net í tölvunni minni, fartölvunni minni og er einhver sendir sem sendir netið í hana.

Allavegana á AKKÚRAT klukkutímafresti dett ég út af netinu. SKo,, uppá sekúndu. Þá verð ég að gera disconnect… og síðan aftur connect. Og þá kemst á aftur á netið, ekkert mál.

Veit einhver af hverju þessu stafar, að ég dett út af netinu á AKKÚRAT klukkutíma fresti,,, alltaf. Þetta er doldið skrýtið finnst mér. Þetta bara hlýtur að vera eitthvað sitllingaratriði