Jæja, nú er kominn nýr Hugi og flestir eru búnir að kvarta. Þegar ég sá hann fyrst ætlaði ég beint í nöldur og kvarta, mér fannst þetta hryllingur. En þegar maður skoðar þetta betur þá er þetta alveg þolanlegt og mér finnst þetta líka fljótlegra að opnast.
Það eru nokkur atriði sem eru samt enn að pirra mig og þau eru:

-Vantar lista yfir korkana fyrir neðan opinn kort (eins og var á gamla huga)

-Vantar Lesið/Ólesið fyrir aftan titil korka

-Mér finnst útlitið á efsta menuinu ekki alveg nógu gott, of mikið bil fyrir ofan og neðan stafa og notandanafn og Útskrá má vera hægrijafnað.

-Minnka stækka letur fyrir þá sem eiga í sjónerfiðleikum.

-Það er eflaust margt annað sem þarf að laga en þetta er það sem ég sé í fljótu bragði.
- Á huga frá 6. október 2000