Ég fór í Bt föstudaginn þann 6 apríl og keypt mér B&W á 4800 Kr. Mér hreinlega blöskraði við verðinu, lá við að það liði yfir mig :)!

Dýrasti leikur sem ég hef keypt…

Svo fyrir tilviljun lá leið mín í Elko og þar var hann seldur á 4500 Kr. Mér var svosem sama um eitthevrn 300 kall.

En nóg um það.

Þessi leikur er hrein og tær snilld :)! Einn af bestu leikjum allra tíma. Fær frábæra dóma allstaðar.

Ég er búinn að keyra hann á 3 vélum:

- 700Mhz TBird, 3Dfx Banshee m/voodoo2 chip 16Mb

- 800MHz Duron, nVIDIA GF2 Mx 32Mb

- 600Mhz P3, Matrox G400 32Mb

Ég verð að segja að hann keyrir best á Duron, GF2 vélinni, aðallega vegna þess að hún er með GF2 :)

Sæmilega á P3

Virkar ekki sem skildi á TBird, Banshee - frýs er maður fer inn í aðal húsið.

Fleira þurfið þið ekki að vita nema að þið verðið að kaupa þennann leik!<br><br>
—————————–

“Fólk heimtar málfrelsi til að bæta upp fyrir hugsanafrelsið sem það forðast.”
~~Soren Aabye Kierkegaard (1813-1855)
Mortal men doomed to die!