Kæru hugarar,
ég keypti mér miða á tónleika sem verða þann 11. ágúst með söngkonunni Pink. Þessi umræddi miði var keyptur á netinu í gegnum visakortið hennar mömmu. Ég pantaði aðeins einn miða og hef sönnunargögn um það þar sem ég prentaði út staðfestingu á kaupunum. Miðinn kostaði um 4300 kr. í stæði með sendingarkostnaði.

Jæja, nokkrum dögum seinna fær mamma mín tvö umslög frá fyrirtækinu LPromotions þar sem hún fær tvo miða í stæði. Á þessum miðum stendur að einn miði í stæði kostar 5000 kr?

Nú, spurningin er: Borgaði mamma mín tvo miða fyrir samtals 10 þúsund kall þegar hún átti aðeins að borga einn, fá einn og borga 4300? (Halló)

Er einhver búinn að lenda í einhverjum vandræðum með viðskipti við þetta fyrirtæki í sambandi við miðasöluna?

Gott væri að fá einhver svör.

Takk.<br><br><font color=“#000080”>Ef þið eruð síðust, eru allir á undan ykkur.</font