Mig langaði að pósta þessu hingað fyrir alla þá sem hafa nokkurn áhuga á Metallica en fylgjast ekki með ‘MetallicaOnTour’ síðunni.

Þar er smá ‘blogg’ um tónleikana í Egilshöll og svo nokkrar nýjar myndir. Ég leit á síðuna í gær, og þá voru einungis 13 myndir - en núna eru komnar 6 myndir til viðbótar, og mun skemmtilegri myndir.

Hérna er c/p af ‘blogginu’ sem ég talaði um;

<i>I know I said this before about other places, but I must say that ending a tour in Iceland was very cool! Not only was it the end of the European Tour, but it was also 4th of July. The crowd were pumped, screaming and clapping like they never seen a show before (most of them probably have not). Another thing I remember as how nice everyone was, the security were so cool to the fans, and the fans were so cool back. During Enter Sandman, James looks over to make sure that someone is getting a picture of all the hands in the hair.

After the show, the promoter invited the band & crew to go horseback riding, and that, was another super experience in itself. Kirk is used to riding horses, but after watching Lars and Rob, I can tell they were not…FUN FUN FUN…THANK YOU ICELAND FOR EVERYTHING!!!

PS: They should have played the song they were jammin on before the show…That's right..Trapped under Ice :)</i>

- Ég veit ekki alveg hvað er til í þessu hjá þessum kauða um að flestir þarna hafi örugglega ekki farið á tónleika áður - en ég held að útlendingar, sem ekki þekkja okkar ástkæra land, dæmi landið aðeins of mikið útfrá póstkortum þar sem það stendur á ‘ICELAND’ og er mynd af jöklum eða e-u álíka. Ég reikna með að einhver blaðamaður, sem fylgir hljómsveitinni, hafi skrifað þetta - nema einhver meðlimur tali í þriðju persónu :)

- Myndirnar eru svo <u><a href="http://www.metallica.com/metontour/gallery/viewer.asp?category_id=4042“>hérna</a></u>

Njótið vel - og vonandi verður ekki drullað yfir mig og/eða ég sakaður um að fá mér tvö auðveld stig…<br><br><font color=”#FF0099“>Kveðja,
Hrannar Már.

Ég er að selja gítarmagnara og gítareffect, meiri uppl. <u><a href=”http://hrannar.stuff.is/magnari.htm"><b>hér</u></a></font></