- Mikið rosalega hafði ég lítið gaman af Brain Police og Mínus. Öll lög Brain Police fannst mér hljóma eins og öll önnur lög þeirra og það nákvæmlega sama fannst mér gilda um Mínus.

- Rosalega var Brain Police söngvarinn stoltur af tattúinu sem hann var með á bakinu, eða var einhver önnur ástæða fyrir að vera ber að ofan og snúa bakinu í áhorfendur að syngja en bara til þess að sýna hvað hann er með svakalega flott tattú?

- Ég vil vita hvaða snillingur henti í hann bol þegar hann fór úr bolnum sínum. Frábært move það.

- Rob Trujillo er ekkert smá frábær á sviði. Stóð stundum bara nokkrar mínútur að horfa á hann án þess að pæla í laginu sem þeir voru að spila.

- Hvað var málið með neglurnar? Jújú, fínt að eignast smá minjagrip frá goðunum sjálfum en það er ekki eins og þetta hafi verið eitthvað persónulegir gripir, í lokin hentu þeir svona 200 stykkjum eða svo. Skammarlegast fannst mér að sjá fólk liggjandi á gólfinu að slást um eina litla gítarnögl.

- Hvað var málið með gaurinn sem hljóp upp á svið og að Kirk? Ég sá þetta ekki almennilega, sá bara þegar hann var tekinn af sviðinu með valdi af starfsmönnum (sá reyndar að það var vel gert, þeir voru snöggir að hrifsa þennan hálfvita í burtu). Sá einhver hvað hann var að gera? Fyndnast fannst mér samt að sjá að Kirk haggaðist ekki þegar þeir komu og tóku hann í burtu. Hann leit ekki einu sinni á hann.

- Djöfull var ég ánægður að þeir skulu hafa tekið Seek and Destroy í lokin. Ég var orðinn áhyggjufullur að þeir myndu bara hætta eftir Breadfan og skilja mann svona 90% ánægðan og 95% örþreyttan eftir… en nei. Aldrei hef ég öskrað jafn hátt og í þessu síðasta lagi. Endilega leiðréttið mig en eftir að hafa skoðað www.livemetallica.com rétt fyrir tónleikana sýndist mér að þeir hefðu aldrei tekið Seek and Destroy á þessum túr, og þessvegna var ég þeim mun ánægðari að heyra þegar hann sagði “This one will destroy you”.

- Tók einhver annar eftir því að Metallica sweatshirt-bolurinn (eins og Rob var í) kostaði hoppandi 6.600 krónur í bolasölunni? Eina skiptið sem ég missti andann alla tónleikana var þegar ég sá þetta.

- Djöfull var ótrúlega mikið af fólki þarna.

Zedlic<br><br><b><a href=“mailto:salvar@gmail.com”>salvar@gmail.com</a></