Hver veit hvað oft maður er búinn að rekast á þar sem einhver er að skammast í öðrum um hvernig viðkomandi skrifar eða hvernig málfar hans er á Huga og segjandi að það fari í taugarnar á honum, og heimtar að viðkomandi skrifi rétt.

Flestir væla yfir setningum eins og: sjitt, ég er gegt kreisí skohh!
Þetta ku vera típísk setning sem t.d. gelgjur nota.

Mætti ég spyrja; af hverju í andskotanum skiptir það máli hvernig aðrir skrifa? Væntanlega skiljið þið skriftina ef þið getið kvartað yfir henni! Er það ekki nóg? Þurfa menn að kvarta og kveina þótt annað fólk skrifi ekki eins og þau? Þó þetta sé ekki rétt íslensk málfræði, tel ég að hver og einn megi skrifa eins og hann vill, án þess að guttar sem eiga sér lítið líf séu að væla yfir því.

Hvernig væri að halda þessu fyrir sjálfan sig og leyfa öðrum að skrifa hvernig sem hann eða hún vill. Því að segja þetta er ekkert annað en að leita eftir rifrildum.

Svona fólk getur farið svolítið í mig.<br><br><i>Steinþór</i>
<a href=“mailto:steinikr@hotmail.com”>Vefpóstur</a> - <a href="http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=steinikr">Hugapóstur</a>

<b>John Ronald Reuel Tolkien skrifaði:</b><br><hr><i>I don't know half of you half as well as I should like; and I like less than half of you half as well as you deserve.</i><br><hr>í <b>The Lord Of The Rings - The Fellowship Of The Ring, bók 1.</