Ég ætlaði að setjast niður við sjónvarpið og horfa á landsleikinn. Þá er bara eitthvað snóker kjaftæði í gangi, kannaði málið betur þá er leikurinn sýndur á Sýn, í lokaðri dagskrá. Þetta er alveg útí hött, því flestir eru ekki með Sýn og ég hélt að það væru einhverjar reglur um það að landsleikir yrðu að vera í opinni dagskrá. En hvernig sem þessar reglur eru þá finnst mér þetta mjög lélegt, allir Íslendingar eiga að geta horft á landsliðið spila, hvort sem þeir séu áskrifendur að Sýn eða ekki.
ble