Hvaða rugl er það að hafa ekki 24 í kvöld?

Jújú, auðvitað er Hvítasunna en ég skil ekki hvers vegna þeir þurfa að sleppa þættinum þessa vikuna. Er verið að byggja upp ennþá meiri spennu eða? Auka enn á eftirvæntinguna til að vera alveg pottþéttir á því að fólk missi nú ekki af þessu og hvetji jafnvel vini og vandamenn til að fá sér áskrift og sjá þetta?

Svo er einhver djöfulsins David Beckham þáttur settur á í staðinn. Er það bara ég eða eru fleiri búnir að fá gjörsamlega nóg af fréttum um þennan mann undanfarið? Hverjum er ekki sama um það hvort hann hélt framhjá eða ekki! Það er hans mál, mál fjölskyldunnar hans, ekki okkar! Og svo á þessi þáttur að fjalla um það hvernig kappanum tókst að koma sér fyrir á Spáni…aðstoðarlið hans er kynnt til sögunar, þ.á.m. hin títtnefnda Rebecca Loos(e). *GUBB*!!!

Ég held samt enn í vonina að þessir vitleysingar hafi bara óvart klúðrað dagskránni og 24 verði í kvöld. Maður kannski kíkir á þennan Apprentice þátt á undan. Á víst að vera vinsælli en American Idol. Ég á samt bágt með að trúa því að yfir 60 milljónir manna horfi á þetta.

Eitt sem mér dettur í hug í lokin. Ef það er algjört möst að sýna þennan fjandans Beckham þátt, má ekki bara setja hann á Sýn? Þetta er jú íþróttatengt. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti íþróttum, alls ekki. Er mikill áhugamaður…en mér finnst bara gróft að föstum dagskárlið sé bolað í burtu fyrir svona rusl.<br><br>[I'm]Kim Larsen