Ég veit nú eiginlega ekki hvort þetta á heima hér en las einhver greinina um Rabba í DV í gær ?
Þar beið nú blaðamennska hnekki. Ég á móður sem er með MND og hún er á svipuðu stigi og Rabbi. Ég verð að segja að mér fannst mjög illa að þessarri grein unnið, hún er unnin upp úr bloggsíðu þar sem Rabbi og fjölskyldan hans setur sínar hugrenningar, bæði um sjúkdóminn og líf þeirra, svona eins og fólk almennt gerir á bloggsíðum. Blaðamaður DV tekur þessi skrif þeirra og sníður þau að eigin skrifum og lætur líta þannig út að bloggsíðan hafi verið sett upp þannig að fólk gæti sent hinstu kveðju. Ég held að það gæti ekki verið ósmekklegra hjá honum.
Ég bara get ekki lýst því hversu reið ég varð þegar ég sá þetta. Það er nógu erfitt að horfa upp á þennan sjúkdóm eyða ástvinum sínum en að þurfa að lesa um það í blöðunum ?!! Og svona líka á siðlausan hátt. Ég vissi að DV væri orðið slúðurblað en - fólk, í alvörunni ??!
Ég hvet fólk til að skoða þessi skrif í DV og sjá með eigin augum hversu lágt blaðamenn DV hafa lagst.