Ég hef verið að pæla hvað ætli sé verst að vera, virkilega mörgum finnst verst sem hægt er að vera er að vera NÖRD!
Erum við ekki öll nördar, þeir sem eru góðir í tölvum eru tölvunördar, þeir sem eru góðir í íþróttum eru íþróttanördar, þeir sem eru góðir í skóla eru nördar.
Þetta er sagt, en er þetta rétt?
Erum við ekki öll nördar á okkar dýrlega hátt en öfundum náungan fyrir að vera “nörd” í einhverju öðru!?
Er virkilega svo erfitt að segja “hann er góður í skóla” í stað þess að segja eins og einhver sveskja “hann er nörd”
Hættum að horfa á nörda í neikvæðri merkingu!
Til dæmis í myndinni “Hefnd nördanna”(þýtt)í endann þá verða þeir aðal töffararnir!
Við skulum öll leggjast á eitt og viðurkenna nördinn í okkur sjálfum!
Þetta reddast…