Þetta átti að vera sem grein en hún var neituð … svo að ég set þetta bara hingað.Jæja þá fara þessi 10 skólaár að hlaupa sitt síðasta og lífið fer bráðlega að taka við. Jú lífið er bara rétt að byrja að margra mati. Framhaldsskólinn eftir og nú fer er betur að vanda valið .. hvar maður vill eyða næstu 4 árum sínum í skóla. Ég, eins og lang flestir unglingar eða 10. bekkingar … hef bara ekki hugmynd hvað mig langar að gera þegar maður verður eldri. En svona er það … það væri bara ekki normal ef að ég vissi það – er það nokkuð.

En jú jú … ég hef hugmynd hvert ég vil fara. Ég bý í Hafnarfirði og er í 3 mínútna göngufjarlægð frá Flensborgarskólanum. En þó að maður býr nálægt skólanum þá þarf maður ekkert endilega fara í hann ef að manni langar ekki í hann. Ég held að flestir mínir félagar ætla ekki í hann.
En já … ég hef verið að pæla að sækja Verslunarskóla Íslands. Já … VERSLÓ. Mér þykja þessir fordómar allir gagnhvart þeim skóla alveg rosalega leiðinlegir og ósanngjarnir … allir búnir að mynda þessa ákveðna staðalmynd í sambandi við skólann og dæma hann rosalega. Tilgangur minn með þessari grein er kannski að fá skoðun fólks … aðalega frá þeim sem þekkja eitthvað til skólans og eru í honum eða eitthvað þannig.

Þannig eru nú mál með vexti að maður er að pæla að fara í skólann eins og ég minntist á rétt áðan. Ástæður eru fjölmargar og bara þessar hefbundnu. Bekkjarkerfi … langar að drulla mér úr bænum … gott félagslíf … góður skóli og svo framvegis. Maður var annaðhovrt að hugsa í MH eða Versló og hallast ég aðeins betur að versló.


Versló sem skóli:

Já oft hef ég heyrt frá fólki sem segir að vera í versló er eins og að vera bla bla bla … fólk segjandi hvað Versló sé lélegur og léttur skóli. Afhvejru segir fólk það þegar maður heyrir líka oft hvað skólinn getur verið erfiður og góður. Afhverju allar þessar ólíku upplýsingar sem maður fær frá fólki um skólann. Svo er maður einnig alltaf að heyra að þessi var ekki að fíla skólann út af þessu og hinu. En á sama tíma heyrir maður frá honum Nonna að skólinn hafi reynst honum einstaklega vel .. er þetta ekki bara spurning um hvern einstakling fyrir sig .. fólk hefur mismunandi skoðanir.

Námið:
Jú ég er búinn að kynna mér þetta en þó að takmörkuðu leyti .. og þess vegna er ég kannski að skrifa þessa grein, til þess að aðeins fræðast um þetta og fá álit manna á þessum öllu saman, endurtek aftur, þeim sem þekkja til skólans og geta rætt þessi málefni af fagmanlegum nótum ef svo má að orði komast.
Í Versló byrja allir á sama námi í “fyrsta” bekk eða réttari sagt … þriðja bekk. Svo eru til brautir eins og Alþjóðabraut, Stærðfræðibraut, Viðskiptabraut, Málabraut, Hagfræðibraut (framhald af viðskipta að ég held), Tölvu og eitthvað braut og svo er nýjung á næsta ári að Náttúrufræði braut bætist við skólann.

Ég á mjög erfitt með að ákveða hvaða braut mig langar á ef að ég fer í Verslunarskólann og er það einn af tilgöngum greinarinnar eins og ég hef oft minnst á í þessari grein. Til greina koma Náttúrufræði, Viðskipta og Alþjóða. Ég var sko að hugsa í sambandi við að hafa sem flesta möguleika opna eftir framhaldsskólann að náttúrufræðibrautin gæti orðið hentug en mér finnst Alþjóðabrautin einnig áhugaverð.


Nú vil ég kannski fá svör frá einhverjum sem eru í Versló eða bara einhverjum. Hvað finnst ykkur. Er Versló lélegur skóli .. snobbskóli … góður skóli. Hvernig er námið. Hvað mælir fólk með. Eiga þessir fordómar við eitthvað að styðjast eða ???
<br><br>


<font color=“#000080”>Palli</font>

<i> “Þessi nýi Iceland höbb hefur bjargað ástarmálum mínum” * </i>


* Á iceland höbbnum er hægt að dl-a klámi en ekki hinum höbbunum