Ok, ég verð að viðurkenna að ég er enginn specalisti á tölvur! Þannig er mál með vexti að um jólin þá keypti ég mér HP fartölvu, til þess að hafa í skólanum og svona. Gott mál. En núna er hún allt í einu orðin svo hrikalega slow að ég bara meika þetta ekki lengur!! Ég er búin að henda öllu óþarfa drasli út, búin að vírusskanna hana hátt og lágt, búin að gera svona disk cleanup.. Er eitthvað meira sem hægt er að gera eða? Endilega þið sem kunnið til verka hjálpið mér! Það þýðir ekkert að fara með hana í skólann ef hún er hálfa kennslustund að kveikja á sér :S

P.S. tengist það þessu á einhvern hátt að hún er allt í einu orðin svo hávær? Hún var gefin út fyrir að vera ein sú hljóðlátasta á markaðinum og var það þar til fyrir stuttu og núna þori ég varla að taka hana með í skólann því ég vil ekki trufla vinnufrið annarra. ???