Ég var að hlusta á X-IÐ 97.7 og þar heyrði ég auglýsingu fyrir JackLive kvöld X-Ins og Jack Daniels vískýs sem mun eiga sér stað næstkomandi föstudag (16.04.04) á Gauki á stöng. Þar spila ekki ómerkari hljómsveitir en Maus, Úlpa og Mammút, nýbakaður sigurvegari Músíktilrauna. Þó að ég viti ekki mikið um Mammút efast ég um að meðlimir hennar séu komnir á þann aldur að þau megi neita Jack Daniels vískýs. Mér finnst þetta ekki sniðugt að bjóða svona ungri hljómsveit að spila á kvöldi styrktu af áfengisframleiðanda. Er foreldrum þessara krakka alveg sama um þetta???