Hæ!

Ég þoli ekki bankana - þeir eru svo dýrir, græða óþolandi mikið og eru ekki alltaf að standa sig.

Það sem er að plaga mig núna er hvernig bankinn/Visa fer með greiðslur á gjalddaga. Þannig er mál með vexti að heimildin á kortinu mínu er fullnýtt eins og venjulega enda er ég íslensk eyðslukló. Á gjalddaganum s.l. föstudag var launareikningurinn minn skuldfærður eins og lög gera ráð fyrir. Færslan hefur hinsvegar ekki ennþá komið fram á Vísakortinu (á mánudegi). Þetta er náttúrulega með öllu ótækt þar sem ég ætlaði að nota kortið í netverslun nú um helgina. Ég pantaði mér tölvuleik á www.amason.co.uk en fékk synjun á kortið þar sem RB nennti ekki að keyra einhverja Vísagjalddagaskrá aðfaranótt laugardagsins.

Ég legg til að Vísa og bankarnir taki sig til og hætti þessum seinagangi og setji allar innborgarnir strax inná kortin. Það er með öllu óþolandi að jakkafataherinn sé að trufla okkur eyðsluklærnar með seinagangi.

Með baráttu kveðju,
Eyðslukló