Halló kæru Hugarar
Ég fór að skoða aðeins betur notendaskilmálana á tónlist.is, eftir að ég gat ekki brennt diska með tónlist sem ég var búinn að ná í þar. Niðurstaðan er þessi sem sést hér í meðfylgjandi pósti.

Hvað finnst ykkur um þetta

kv brownie


Nú er ég svo aldeilis hissa!!!

Eftir að ég fór að skoða notendaskilmálana betur tók ég eftir því að með því að borga þetta gjald 1495 kr. á mánuði er ég ekki að fá neitt. Setjum þetta upp á einfaldann hátt. Ég borga, fæ lykilorð, get hlaðið niður lögum bara inn á tölvuna (ekki neitt meira) en ef ég ætla að brenna disk með þeim lögum sem ég er búinn að borga með með þessari svokölluðu áskrift hjá ykkur, þarf ég að borga aukalega! Þá verður mér óneitanlega spurn fyrir hvað er ég að borga? Ég get ekki neitað því að þegar ég fór að spá aðeins meira í þessum viðskiptaháttum komst ég að þeirri niðurstöðu að þvílíkt peningaplokk er þetta hjá ykkur. Mér finnst það í góðu lagi að rukka þetta mánaðargjald en að rukka aukalega fyrir að brenna diska er bara út í hött. Af hverju ekki frekar að takamarka niðurhalið á mánuði hjá hverjum einstakling. Ég get ekki skilið þetta betur en svo að þið séuð í raun að selja aðgang að vöru en samt ekki. Það er greinilegt að þið fáið aðra útkomu heldur en ég þegar þið leggið saman tvo og tvo, en ég ætla EKKI að láta bjóða mér svona.