Frá því að “GSM æðið” kom sterkt inn í þjóðfélagið okkar fyrir nokkrum árum að þá hef ég tekið eftir því að margir eru bókstaflega að verða GSM-fíklar eða alltaf límdir við símann sinn…

Besti vinur minn er einmitt svona, og það getur verið dálítið pirrandi þegar maður er í heimsókn að 1/3 eða jafnvel helmingur tímans fer í það að hann sé að SMS-a aðra vini…

Ég var að spá, er þetta ekki eitthvað andlegt ? Fólk finnur kannski fyrir tómleika í lífinu og finnst þau vera eitthvað “merkilegri” að vera alltaf í sambandi við fólk. Og einnig eins og með reykingar að þá eru þau með eitthvað í höndunum til þess að fikta í.

Og en þá verra er þegar fólk tekur upp á því að SMS-a á fullu yfir t.d. kvikmyndum (og jafnvel í bíó) og missa alveg af stórum hluta af myndinni.

Þetta er ekkert annað en fíkn og fólk áttar sig ekki á því, þetta er ekki jafn áberandi og margt annað. Svona tækjafíkn svipuð og tölvu/internet fíkn.

Ég skil að fólk sendi slatta af SMS-um ef að þau eru alein heima og leiðist eitthvað, en já það er pirrandi þegar fólk getur ekki lagt símana frá sér í félagsskap annara. <br><br>______________________________________________________________________________________________

<b>Fairy power!</