Hugi.is er frábær síða og þar er urmull af ýmiskonar fróðleik um allt milli himins og jarðar.
En gallinn er sá að hann er of óaðgengilegur sérstaklega gamlir póstar sem eru ekki síður fróðlegir en hinir.
Ég fer í “Ítarleg leit” og mér finnst hún alls ekki ýtarleg, maður ætti að geta valið eftirfarandi:

Leitarorð
Af hvaða áhugamáli?
Korkur eða grein?
geta fitlerað svör við korkum/greinum út úr leitinni
Höfundur
Hvenær sent inn

Þetta dettur mér svona í hug í fljótu bragði og finnst mér að umsjónarmenn huga ættu að taka þetta til umræði og hugarar látið heyra í ykkur hvað ykkur finnst um þetta. Hvort þið séuð sammála mér eður ei.<br><br><b>Munnturkan</b> has spoken!