Ég sendi fyrir nokkrum dögum grein inn á Star Wars þar sem ég hafði kóperað grein af mbl.is, efst skrifaði ég að þetta væri af mbl.is. Ég fékk til baka að greinin væri ekki samþykkt af því þetta væri ritstuldur nema að ég hefði fengið samþykki hjá Mogganum - Þetta er náttúrulega bara vitlaust, ef maður tekur skýrt fram að maður hafi ekki skrifað eitthvað sjálfur þá er það ekki ritstuldur, hins vegar þá er þetta kannski eitthvað brot á höfundarrétti.

Þá kemur sú spurning hvað má maður gera hérna? Ég hef séð fólk kópera heilu greinarnar án þess að vitna hvaðan þær koma, síðan þá eru myndir: Hvað ætli margar myndir sem eru sendar inn á Huga séu í raun eign einhvers aðila og þar af leiðandi brjóti það á höfundarrétti þeirra að birta þær hér?

Pirrar mig að ég hafi verið tekinn sérstaklega fyrir þegar, á röngum forsendum, þegar fjölmargir aðrir gera nákvæmlega það sama, jafnvel mun verra.
<A href="