Ég hef lengi verið að spá í heimskunni í sumum þarna úti í Bandaríkjunum. Hvaða heilvita maður mundi vilja loka Napster. Halda þeir virkilega að þeir verði vinsælir fyrir þetta. Þeir munu öðlast jafn mikla vinsældir og Björn Bjarnarson gerði með diska og skrifara hækkunina. Síðan ef dómurinn fellur ekki Napster í hag, þá get þeir bara farið til annars lands. Þótt að þetta sé alþjóðleg samtök sem kæra þá er dómurinn bara gildur í Bandaríkjunum. Ef það yrði kosið um hvort ætti að loka Napster haldiði að margir mundu kjósa já. Það væru bara þeir sem eiga eftir að græða á lokun Napster, útgefendur, hjómsveitirnar og samtökin sem eru að kæra (samtökin með höfundarréttinn). Síðan ef eitthverjir fleirri mundu græða þá ættu þeir einnig eftir að kjósa játandi um lokun Napsters. Finnst þér að það eigi að loka Napster?