Fyrirgefið, ég vil alls ekki hljóma eins og að ég sé að nöldra yfir þessu en …

… verðið þið aldrei þreytt á öllu þessu nöldri ?

Stoppið þið aldrei og hugsið, “Hvað er ég að gera, af hverju er ég að láta einhvern sjónvarpsþátt/lit/strik pirra mig ?”

Næst þegar þið eruð hugsið eitthvað í líkingu við þetta; “Djöfull er þetta ógeðslega fáránlegt, einhver ætti að banna þetta helvíti!”. Reynið þá að láta það framhjá ykkur fara, þó ekki væri nema í þetta eina skipti. Kannski fer það þá að pirra ykkur að þið létuð þetta framhjá ykkur fara og þið verðið pirruð yfir því, en ef það gerist .. þá myndi ég ekki vilja vera þið.

Því það er ótrúlegt hvað það getur verið gott að vera bara smá “ligeglad” og taka hlutunum með ró, allt verður mikið auðveldara.

og eins og einhver maður sagði í fyrndinni:
“always look on the bright side of life, durum, durum, durum dumm dumm….”

með sólskinskveðju,<br><br>-haraldur

<i>“So, I've decided to take my work back underground. To stop it falling into the wrong hands.”</i
-haraldur