Það sem mér finnst að mætti bæta við á huga er það að hafa “heitar umræður” á hverju áhugamáli, greinar sem eru vinsælar þær silast brátt út fyrir nýjum greinum sem verða kannski ekkert vinsælar.
Ég skifaði grein um tölvumús og hún fékk 33 svör, hún hefði örugglega fengið þónokkuð meiri svör hefði hún verið á “heitum umræður”. Það er 1 stk. svona á Forsíða (eins og allir vita) og það er í rauninni ágætt. En ég segi eins og Jón Gnarr í ..Nörd
“Ef það er ekki hægt að gera þetta almennilega, hví ekki að sleppa þessu þá bara?” En mér finnst þetta, svo skrifaði ég grein um “64mb” og hún fékk 31 svar og svörin hlóðust upp, svo kom þetta.
Nýju greinarnar taka sitt pláss og allí lagi með það, en að leyfa hinum stóru og góðu að njóta sín til fulls.

Ég sendi inn svona grein fyrir nokkru löngu síðan og var flutt á kork (ég þoli það ekki) en ég vona það innilega að þessi grein verði samþykkt og ósk mín verði uppfyllt.

Takk fyrir

SIGZI