Ég gerði svona lista á síðasta ári, reyndar sem grein sem var send á korkanna… þannig að nú ætla ég að spara stjórnendum ómakið og senda þetta beint á korkana sjálfur…

En alla vega…

10. Stjórnendur á Huga
Alls ekki allir en bara þessir sem annað hvort neita greinum sem fólk hefur lagt þvílíkt mikið í eða senda þær á kork þar sem þær týnast eftir viku.
(Þetta er ekki vegna gömlu greinarinnar, ég hef séð þetta gerast marg oft).

9. Fólk sem hendir köttunum sínum út á næturnar
Tala nú ekki um ef helvítis kattarkvikindið byrjar að væla fyrir utan gluggann manns klukkan 4 um nótt…

8. Hvergerðingar - þarf enga útskýringu…

7. Feitt fólk sem kaupir sér tvöfalda beikonpulsu með kartöflusalati, remúlaði og chilisósu og fær sér DIET kók með… til hvers?

6. Fólk sem stundar það að láta kicka sér á DCi.
Þið eruð að skemma eitt merkilegasta samfélag sem komið hefur á íslensku netheimum…SKAMM!!!

5. Apaútgáfan.tk
Ekki misskilja mig, mér finnst framtakið frábært… en vá þessar “sögur” eru hvorki fugl né fiskur og allt annað en fyndnar… og þeir sem standa að þessu láta eins og þetta sé mesta bókmennta stórvirki ever.

4. Bubbi Morteins
Einusinni var til maður sem hét Bubbi Morteins, hann gerði góða tónlist, viðhafði þjóðfélagslega gagnrýni og hann var svona einn af þeim fáu íslendingum sem manni fannst maður geta borið smá virðingu fyrir. Í dag er þessi sami Bubbi að “leika” í einum versta sjónvarpsþætti sem komið hefur fram “Idol”, þar sem hann er en að gagnrýna, bara núna segja 17 ára gelgjum hvað þær séu góðar að væla, maður fer í bíó og þar er hann að segja manni hvað náttúra Íslands sé æðisleg… ef maður á Jeppa. Hann er talsmaður íþróttar sem gengur út á að menn lemja hvern annan, helst til dauða, og hann er búinn að vera að gera sömu væmnu plötuna í 7 ár…
Eins og einhver orðaði það svo snilldarlega… Bubbi er Dauður.

3. Idol aðdáendur
Þð eruð eins og hjörð af kindum sem er verið að leiða til slátrunar… í nafni kóka kóla. Spennandi fyrirbæri að gera manneskju sem vinnur í söngvakeppni, sem er svona söngvakeppni framhaldsskólanna bara í glæsilegum pakkningum og tekur margar vikur, að Idoli og stórstjörnu. Ég hélt að það að verða frægur tæki tíma og mikla vinnu… og hversu mikið er mark takandi á útbrunnum “Idolum” eins og Bubba og Siggu Beinbeins?

2. Okkar háa Alþingi
Bíddu við, hvaða lógík er í því að skera niður fjármagn til Háskóla íslands og mæta ekki auknum útgjöldum Landspítalans með auknu fjármagni en hækka laun alþingis manna og gera starfsloka samning við Davíð Oddsson í formi eftirlauna frumvarps upp á marga miljarða?!? Ef ég vissi ekki betur (ég er vitlaus og veit aldrei betur) þá héldi ég að ég væri staddur í einhverju bananalýðveldi í Suður Ameríku… fyndna er að þótt ríkisstjórnin falli þá myndi ekkert skárra taka við með væluskjóðunum og pokasleikjunum úr stjórnarandstöðunni.

1. Líkt og í fyrra… fólk sem nennir að skrifa svona topp 10 lista og sérstaklega ef þeir ætla að gera þetta að árlegum viðburði…!Takk fyrir og gleðilegt´Jól og allt það… :)<br><br>————–
It's a small world, but I wouldn't want to paint it…
————–