Jæja, nú hefur eitt öxulveldi hins illa komið sér einu skrefi nær í heitan faðm náðar öxulveldi hins góða, Bandaríkjanna og Bretlands.

Líbýa undir stjórn Gaddafis hefur á undanförnum árum þurft að sæta frekar hörðum viðskiptaþvingunum af hendi USA og UK. Ekki hyggst ég dæma um hvort þeir hafi átt það skilið en eitt er þó víst, að það er ósköp súrt að vera í viðskiptabanni, og lofar ekki góðu, eins og málalok ákveðins einræðisherra í undanfarinni viku sýnir sterklega.
Það skal því ekki undra að Gaddafi og co. hafi viljað óðir og uppvægir losna undan þessari möru sem hvílir á þeim, viðskiptabanni og útskúfun alþjóðasamfélagsins.
Þeir tóku sig því til ekki fyrir svo löngu og öxluðu (loksins) ábyrgðina á flugslysinu í Lockerby (frægt á níundar áratugnum, ergo sum: fullt af saklausu vestrænum borgurum dóu), sem er upphaflega ástæðan fyrir viðskiptabanninu. Ekki nóg með það heldur létu þeir eftir og gengust við kröfur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og borguðu himinháar skaðabætur.
Okídókí, þeir gerðu semsagt loksins það sem þeir áttu að gera og viðskiptabanninu var aflétt… af öllum nema Bandaríkjamönnum.

Nei, Bandaríkjamenn voru aldeilis ekki á þeim buxunum að aflétta einu né neinu viðskiptabanni þrátt fyrir að upphaflega afsökunin væri úr sögunni. Endurskoðunarsinnarnir meðal bandarískra ráðamanna voru nefnilega á því máli að Líbýumenn væru að þróa kjarnavopn, og væru illir og engin aflétting mætti fara fram fyrr en að þeir a.m.k. kæmu með allar sínar vopnaáætlanir upp á borðið og hleyptu vopnaeftirlitsmönnum inn í landið!
Kannast einhver við þetta?
Ég get rétt ímyndað mér að Líbýumönnum hafi runnið kalt vatn á milli skinns og hörunds í framhaldinu enda engin hægðarleikur að friðþægja alheimslögguna í Washington.
Hvað ef þeir myndu bara hleypa vopnaeftirlitsmönnum inn í landið og ekkert fyndist? Yrði þá málið úr sögunni? Tja… varla… Við höfum nú séð annan ráðagóðan einræðisherra gera slíkt áður og hann endaði nú fúlskeggjaður ofaní tveggjametra djúpri holu fyrir ekki svo löngu…

Nei, einræðisstjórnir kunna nefnilega líka að læra af sögunni.
Í kvöldfréttum mátti sjá hversu vitsmunaleg Gaddafi og klerkastjórnin hans er eftir allt saman. Auðvitað “viðurkenndu” þeir bara að hafa verið að þróa kjarnaorkuvopn. Þéir hafa haft nægan tíma til að undirbúa uppljóstrun þeirra. Nú má alþjóðasamfélagið (aka USA) bara koma og vinna stríðið sitt fyrirfram og uppræta eins og leikskólakrakkar í konfektbúðinni í Kringlunni öll þau kjarnaorkuvopn sem þau vilja.

Virkilega sterkur leikur í ljósi þess að það skipti ekki nokkru máli hvort þeir hefðu kjarnaorkuvopn eða ekki, svo af hverju ekki bara að gefa hetjunum Bush&Blair það sem þeir vilja.<br><br>—-
<b>crab</b> people, <b>crab</b> people:
Taste like crabs, talk like <b>people</b>.