Ég hef nokkrum sinnum pantað vörur erlendis frá og lendi náttúrulega í því að þurfa að borga toll og Vsk, en það sem ég er ekki að skilja er að ég borga líka toll og Vsk af sendingarkostnaðinum líka.
Þannig að ef ég læt senda mér með hraðpósti þá borga ég miklu hærri toll og vsk en annars.
Vöru lenda í misjönum tollaflokkum þannig að þú borgar af sendingarkostaðinum eftir því í hvaða tollaflokk varan lendir.
Mér finnst ótrúlegt að þessi gjaldtaka skuli geta staðist lög, allavega er hún mjög svo ósanngjörn.