Þessi korkur verður örugglega álitinn <b>tilgangslaus</b> en það finnst mér hann ekki vera, endilega lesið hann áður en þið dæmið.

Vá, ég kom inn fyrir svona hálftíma eftir að hafa lent í engri smá deilu við nemendur úr ónefndum skóla sem komst því miður ekki á úrslitakveld <b>Skrekks</b>, því sá skóli tapaði all svakalega í undankeppnini, ég segi ekki meir. En allavega, þá kom ég út úr Borgaleikhúsinu og sá þar hóp af fólki með spjöld með slagorðum á borð við <b>Til andskotans með dómnefndina</b>, <b>Það var svindlað á okkur</b> og <b>Dómarinn fitlaði við mig</b> svo eitthvað sé nefnt. Ég hugsaði auðvitað “<i>Þetta eru þessi tapsáru úr ?skóla</i>” og gekk framhjá þeim, og þá var kallað á eftir mér “<i>Ert þú HrannarM á hugi.is?</i>” (Takið eftir, ég var í <b>HrannarM</b> bolnum mínum, var að klæða mig í peysu þegar þessi skemmtilegi peli sá mig) og ég snéri mér við og sagði “<i>Ertu að tala við mig?</i>” og hann játti því. Ég hikaði fyrst, því ég hef oft verið spurður að þessu, en sagði svo “<i>Já, afhverju?</i>” og gaurinn sagði “<i>Bara, þú ert seleb mahrr..</i>” og ég fæ huganafn hans, en ég ætla ekki að gefa það upp hérna. En þá kemur að okkur þessi stóri risi, og segir með mjög djúpri röddu “<i>Ert þú hinn frægi HrannarM?</i>” og hlær “<b>hahahahahah</b>” Og ég sagði “<i>..hmm..frægi?..</i>” og síðan eftir smá andvarp “<i>Ég er bara einmana ungur drengur sem stunda huga allan daginn og á enga vini</i>” sagði þetta með svona kaldhæðnisröddu til að reyna að vekja upp smá húmor og vorkun, hann snýr sér við og kýlir mig í andlitið. Og öskraði svo á mig og slefaði í leiðinni “<i>Þú reifst kjaft við mig um daginn á netinu!</i>” og hleypur svo í burtu, og ég get svarið að hann hljóp eins og einhver gaur í <b>Queer as folk</b>. En ég fann ekkert þannig til í kjálkanum og ákvað að labba bara áfram, en þá kemur hann aftur og segir við vini sína “<i>Þetta er HrannarM!</i>” með þessari tröllaröddu, og ég nota auðvitað elsta bragðið í bókini og horfi fyrir aftan mig og sagði “<i>Já, hann hljóp þarna til hægri!</i>” en þá hleypur krakkinn að mér, ég læt hann koma og þá koma vinir mínir og þeir auðvitað verja mig. (Takið eftir, þeir voru 7-8 og ég einn) Við byrjum í þvílíkum orðafight við þessa drengi, og þá hringir síminn hjá “drengnum” sem gaf mér kinnhestinn og auðvitað er hann með <b>Kiss Kiss - Holly valance</b> sem hringingu, og ég skell uppúr, og gaurinn horfir á mig og svarar svo í símann og segir “Já, hæ mamma, ég er að koma heim” með svona stelpuröddu. Þá labbar hann í burtu og segir á leiðinni “<i>Ég segi öllum að ég hafi séð þig og kýlt þig!</i>” og svo þegar hann var kominn svona 50. metra í burtu öskraði hann “<i>mongóliti!</i>. Ég fór bara heim og hló af þessu með mínum félögum.

Ég vil taka fram að þessi gaur var með skilti með ofangreindri setningu, og var hann í hinum ónefnda skóla. Veltið þessu aðeins fyrir ykkur áður en þið segjið mig eiga þetta skilið, hvað þetta er fáránlegt o.s.frv.<br><br><b>Hrannar Már</b> - <i>Drengurinn sem hætti við að hætta</i>.

- (<a href=”mailto:hrannar@bjossi.is“>Net-póstur</a>) - (<a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=HrannarM“>Upplýsingar</a>) - (<a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=HrannarM">Skilaboð</a>) -