Ég gerði þetta verkefni í skólanum fyrir sona 1 mán og vakti þetta mig til umhugsunar. Ég er nú reyndar í björgunarsveit en mér fannst soldið koma fram þarna að þjóðfélaginu stendur kannski ekki allveg á sama!

Orðið samkennd þýðir samúð; meðaumkun; félagstilfinning. Ég lýt þannig á að samkennd sé það þegar einhvað slæmt hendir einhvern og maður vorkennir aðilanum, eða þegar eitthvað gott kemur fyrir og maður samgleðst honum. Gott dæmi um samkennd er þegar snjóflóðin á féllu á Súðavík 14 janúar 1995 og á Flateyri í október sama ár. Í þessum snjóflóðum fórust fjöldi manns, t.d misstu ung hjón öll börnin sín 3 á Súðavík og það dó heil 5 manna fjölskylda á Flateyri. Maður hefur mikla samúð með aðstandendum þeirra og samkvæmt skilgreiningum orðabókarinnar er það samkennd. Þá sýndu björgunarsveitarfólkið einstakt hugrekki og samkennd með því að leggja líf sitt í hættu við björgunarstörf á báðum stöðunum (ég vil taka það fram að allt björgunarsveitastarf á Íslandi er sjálfboðavinna og fá þessir einstaklingar ekkert borgað fyrir að leggja líf sitt í hættu). Einnig sýndi íslenska þjóðin mikla samkennd í kringum þetta t.d var mikil þátttaka í söfnunum fyrir fólk sem missti heimili sín í þessum hræðilegu atburðum.