Hæhæ.. smá grein og pælingar =)

Tilveran mín er æðisleg, mér finnst hún fullkomin og ég myndi ekki vilja lifa í annarri tilveru.

Ég á vini. Ég er ekki að monta mig með þessari setningu, heldur er ég að koma því á framfæri hvað ég á og hverju ég vil ekki glata. Vinir mínir eru stór hluti af tilveru minni og það þarfnast allir vina í tilveru sína.

Ég er í skóla. Já, það hafa ekki allir kost á því að læra, vera í skóla, en það hef ég. Ég er að læra og þó að það sé ekki það skemmtilegasta sem ég geri, að fara í skólann þá er ég heppinn að fá að ganga í skóla.

Foreldrar mínir búa saman. Sumir lifa einfaldlega betur með foreldra sína í sitthvoru lagi en auðvitað fá börnin engu að ráða um hvort foreldrar þeirrar búi saman eður ei. Mínir foreldrar búa saman og það er yndislegt, ég þarf ekki að búa á tveimur stöðum, ég bý bara hjá þeim, það er heimili mitt.

Eins og þið sjáið hér fyrir ofan þá er tilvera mín býsna góð, ég er ánægð með hana og ég get ekki sett úta hana, hún er þægileg, hagkvæm og mér líður vel hér. Mörgum finnst tilvera sín ömurleg en það má endurskoða allt, tilvera margra annarra er margfalt betri en mín en samt er ég ánægð með mína, þetta er það sem ég vil og það sem ég fæ.

Afhverju að yfirgefa tilveru sína? Þetta er spurning sem oft er svarað með svörum eins og “allir hata mig” “ég er ömurleg” “ég kann ekkert”. Það er rangt. Það elskar mann alltaf einhver. Þú ert ekki ömurleg/ur þó þér finnist það sjálf/ur, til þess eru vinir, að segja þér að þú sért ekki ömurleg/ur. Og þetta með að kunna ekkert, hvaða bull er það.. þú varst að sleppa þessum orðum úr munni þínum eða jafnvel rita þau, þú kannt að tala eða skrifa, jafnvel lesa. Hversu mörg börn í t.d. Namebíu kunna að lesa? Ekki einu sinni 5% það mikill skortur er á menntun í heiminum og aðstæðum til menntunar. Vertu ánægð með það sem þú hefur því margir hafa það verri.

Ég er ánægð með tilveru mína, en þú?