Athyglissýki unglinga fer mikið í taugarnar á mér sérstaklega hjá strákum og stelpum sem eiga ekki við neitt vandamál að stríða, vilja bara að fólk í kringum þau viti að allt sé fullkomið hjá þeim. Hins vegar getur líka verið að þau eigi við vandamál að stríða en vilji ekki að annað fólk viti það svo að þau búa sér til einhverju fullkomna manneskju sem allir öfunda og draga þannig að sér athygli og meira að segja krakka sem vilja bara vera vinir fullkomnu manneskjunnar. En þegar gallarnir koma í ljós þá vilja “vinir” þeirra allt í einu ekki lengur vera vinir þeirra. Síðan er til annað tilfelli þar sem manneskjan er svo venjuleg og fullkomin að hún verður að draga að sér athygli með því að spinna upp einhvern vanda eins og að segja að maður sé svo ljótur en veit betur. Ég vil taka sem dæmi án þess að vera með nokkra fordóma greinina “Er ég með anorexíu?” eða hvað sem hún hét. Þar er stelpa sem veit bara ekkert um hvaða það er að vera með anorexíu. Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað súper fróð um það sjálf en þessi manneskja er að mínu mati bara að reyna að draga að sér skortaða athygli. Ekki móðgast eða neitt en manneskja með þennan alvarlega geðsjúkdóm myndi bara einfaldlega ekki tala svona um það. En ég er ekki að taka fyrir eina manneskju heldur er ég að meina almennt. Eins og tekið sé dæmi úr skólanum mínum þá er hægt að segja að það sé meira tekið eftir útlitslega heppna fólkinu(alls ekki alltaf samt)en það er bara út af því að þau búa sér til einhver fáránleg vandamál til þess að fá fólk til að vorkenna sér. Ég gæti ekki nefnt neinn á nafn vegna þess að ég er aftur ekki að tala um eina manneskju. Það er auðvelt að sjá að í hverjum bekk eru alltaf einn eða nokkrir sem draga að sér athygli og eru þess vegna einir af þeim “vinsælu” eða það sem ég vil kalla það ofvirku. Þess vegna vil ég bara segja við þá sem að vita að þetta á við um þá vinsamlegast verið eins og þið eruð og skiptið ykkur ekkert af trúðunum sem halda að þeir séu yfir alla hafnir.