Í morgun vaknaði ég klukkan korter í átta og þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að vakna við vekjaraklukkuhelvítið ákvað ég að fara bara á fætur. Fór á skíthúsið, bustaði tennurnar og allt þetta venjulega.
Síðan fór ég og setti í skólatöskuna og íþróttatöskuna, lagði svo af stað í skólann (það tekur mig 1 mínútu að labba þangað), finnst svo eitthvað undarlega hljótt úti og klukkan orðin 5 mínútur yfir 8 og skólinn að byrja eftir 5 mínútur!
Svo sé ég að það er enginn kennari mættur, enginn bíll á bílaplaninu. Þá fór ég að íhuga, er eitthvað frí í dag sem ég vissi ekki um?
Þá leit ég á klukkuna og hún er 6 mínútur yfir 6!

Ég hlít að hafa gert þetta allt hálfsofandi því ég leit margoft á klukku!<br><br>Þetta er <a href="http://www.hugi.is/hestar">snilldin</a> ein!
Og meðan ég man, heimasíðan er ekki í notkun svo ekki hafa fyrir því að kíkja þangað.
<b>Sleipnir, karl í krapinu.</b>

Ég er að safna undirskriftum fyrir nýtt áhugamál, áhugamál um undirskriftalista.
Áhugasamir sendi mér skilaboð.

Sleipni