Þeir eru allir sömu hræsnararnir… Þegar maður kvartar yfir of miklu heimanámi í miðri viku þá segja þeir að maður verður bara að gera þetta og taka náminu sem fullri vinnu, og að við eigum að nota helgarnar í félagslíf.

En svo á föstudegi þegar það er sett óvenjulega mikið heimanám fyrir mánudag koma þeir með það svar að við höfum alla helgina til þess að gera þetta!!!! Argh!!!!

Og svo er sóað svo miklum tíma. Alveg ótrúlegt að vera flesta daga 8 tíma í skólanum en samt ætlast til þess að maður læri í 2-3 tíma heima (10+ tíma vinnudagur). Alltaf verið að endurtaka sama efnið aftur og aftur út af nokkrum einstaklingum sem að eru eitthvað lengi að fatta.

Væri meira vit að sóa minni tíma og fara yfir mikilvægasta efnið og endurtaka ekki of mikið. Sniðugt að setja bara í lög eða eitthvað að það sé ekki kennt í framhaldsskólum eftir kl 15, þá getur maður kannski loksins byrjað að gera ALLA heimavinnuna en eins og staðan í dag eru flestir nemendur alltaf að svindla smá á þessu.

Bara dálítið skrýtið að á sama tíma og það er gert átak til þess að stytta vinnuviku fólks í Evrópu að þá er gert allt öfugt í sambandi við námsmenn í þessari keppni á milli landa hver hefur bestu nemendurnar.

En auðvitað bara mín skoðun, vona að ég sé ekki að móðga proffa sem að nenna að læra 15 tíma á dag og eiga ekkert félagslíf :)<br><br>______________________________________________________________________________________________

<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</