Í hverri viku er sýnt Simpson í sjónvarpinu, það er einn af fáu sjónvarpstáttum sem ég horfi á og bíð spenntur eftir honum í hverri viku.

Þátturinn byrjaði og allt var í sóma, fjölskyldan var á leiðinni til Brasilíu, en á leiðinni ruglaðist stöð2. Ég hélt að þetta mundi lagast nefnilega þetta gerist oft, en núna er ég búinn að missa af þættinum!

Ég hringdi í stöð2 til að athuga hvað væri að, við erum búin að borga áskriftina og erum búin að vera áskrifendur í mörg ár.
Símsvarinn varaði og sagði mér að ýta á 1 ef ég vildi þetta og 2 ef ég vildi þetta osfr.
Ég ýtti á 1. Þar var sagt mér að ýta á 1 ef ég vildi þetta osfr. Ég ýtti á 1 og beið, þurfti að hlusta á eitthvað leiðinlegt lag þangað til að símsvarinn sagði að ég væri nr 24 í röðinni!!!

Þar sem svona margir voru að hringja þangað, lenti einhver hérna í þessu?<br><br>——————————————————————————

<b><font color=“#808080”>I always arrive late at the office, but I make up for it by leaving early.</font></b>
<b>- Charles Lamb</b>

<b><font color=“#808080”>In California, they don't throw their garbage away - they make it into TV shows.
</font></b><b>- Woody Allen</b>

<b><font color=“#808080”>Lyrics are to waste time between solos.</font></b>
<b>-Gibson guitars</b>

——————————————————————————