Fyrir frumkvæði daywalker langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri.

Ástæðan fyrir þessum skrifum er greinarstubbur á kynlífi sem er textabókardæmi um hvernig maður á ekki að biðja um ráðleggingar og líkur í mörgu því sem hugarar, sérstaklega í yngri kantinum, senda frá sér í von um aðstoð.

Í fyrsta lagi er ekki nóg að skrifa niður einhverja atburðarás og slengja svo fram spurningunni “Hvað á ég að gera?” Þannig býður ekki upp á nein einföld svör, a.m.k. varla sem hafa eitthvað einfalt og hnitmiðað gildi sem snertir vandamálið.

Atburðarásin þarf ekki að vera í minnstu smáatriðum, heldur er best að draga fram aðalatriðin skipulega. Síðan þarf að koma fram hvað höfundur sér sem vandamálið og einhver hugmynd um hvað hann, eða hún, vill í málinu.

Svona er mun líklegra til að veita höfundinum einföld og hnitmiðuð svör en romsa um hvað hann var að gera með spurningunni “Hvað á ég að gera?” í endann.<br><br>
<i>Ah, I'd love to wear a rainbow every day,
And tell the world that everything's OK,
But I'll try to carry off a little darkness on my back,
'Till things are brighter, I'm the Man In Black.</i>
<b>Man in Black - Johnny Cash</b>

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
- úr Hávamálum