Hvað er að verða um tjáningarmáta hugara og þá helst unglinga?

Ef maður gerir þau mistök að lesa korka eða greinar þar sem unglingar í tilvistarkreppu eru að leita ásjár vegna vandamála sinna eru líkur til þess að maður fái höfuðverk.

Ótrúlegt hve margir virðast ná að tvinna það saman að frásögnin sé bæði sundurlaus og óslitin af greinamerkjum og -skilum. Allt er talið fram í minnstu, óskýru smáatriðum svo maður er löngu orðinn ringlaður áður en kemur að merg málsins, ef hann yfirleitt kemst til skila.

Til að bæta úr er ákaflega gott að fólk stoppi og andi rólega áður en byrjað er að skrifa. Hugsa aðeins hvað maður er að reyna að segja og byrja svo að setja það fram skipulega. Svo er gott að lesa það yfir og velta fyrir sér hvort einhver sem ekki var viðstaddur atburðina myndi skilja hvað er verið að reyna að segja. Ef svo er ekki er best að laga pistilinn áður en maður sendir hann inn.

Ef orðið “geggt” kemur fyrir er mjög líklegt að enginn nenni að lesa þetta - a.m.k. enginn sem getur komið með ráð, skoðanir eða svör almennt sem skipta einhverju máli.<br><br>
<i>Ah, I'd love to wear a rainbow every day,
And tell the world that everything's OK,
But I'll try to carry off a little darkness on my back,
'Till things are brighter, I'm the Man In Black.</i>
<b>Man in Black - Johnny Cash</b>

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
- úr Hávamálum