Ég hef orðið fyrir barðinu á leiðinlegum galla hér á huga sem að snertir þær myndir sem að sendar eru inn. Þannig er nú svo staðið að ég er Baldurs Gate admin og sendi reglulega inn myndir á áhugamálið. Áðan sendi ég inn grein inn á Diablo 2 áhugamálið og lagði mikið verk í það. Auk þess sendi ég inn mynd með greininni, valdi hana og gott sem sendi hana inn. Svo fór ég inn á BG áhugamálið, fann flotta mynd inni á tölvunni minni, minnka hana niður í rétta stærð og vista hana og allt það. Svo ýti ég á “Senda inn mynd” og viti menn… textinn sem ég skrifaði undir myndinni sem ég sendi inn með greininni inni á Diablo 2 var ennþá þarna, svo og nafnið á myndinni og stutt lýsing á henni. Ég var náttúrulega ekkert að pæla í þessu og strokaði allt út og skrifaði nýjan texta og sendi inn. En mér til mikillar furðu birtist myndin ekki eins og hún átti að gera og fór ég að klóra mér í kollinum út af þessu. Svo kíkti ég aftur inn á Diablo 2 áhugamálið til að athuga hvort einhver væri þar. Mér til mikillar furðu var myndin sem ég sendi inn á Baldurs Gate á Diablo 2 áhugamálinu og ekki bara það. Undir myndinni var textinn sem ég skrifaði fyrir myndina sem ég sendi inn með greininni. Og auk þess liðu ekki nema 2-3 mínútur á milli þess að ég sendi inn myndina og hún birtist á Diablo 2 og fannst mér það skrýtið því ég hef bara Admin réttindi á BG. Þetta fannst mér virkilega skrýtið og vona að Vefstjóri geti komist til botns í þessu vægast sagt skrýtna máli.

Helmur the almighty<BR