Ok, ekki fljótið heldur veitingastaðirnir.

Þeim hefur hrakað ótrúlega eftir eigendaskiptin, bæði er maturinn ekki jafn góður og verið hærra. Ég fékk mér skammt af Paneng áðan og kjúklingurinn var kurlaður og það vantaði verulega upp á fyllinguna í bragðinu. Ef ég hefði fengið mér nautakjöt hefði það verið í einhverjum þynnum, ef ég get dæmt af síðustu skiptum.

Svo er ekkert “ambiance” á þessum stöðum lengur, þetta er bara eins og hvaða skyndibitastaður eða kaffitería sem er ekkert varið í að sitja á. Ólíkt “gamla” Mekong sem var sjarmerandi á sinn sérstaka hátt.

Ég skal nú játa að ég slafraða skammtinn minn í mig núna eins og svín úr trogi, með tilheyrandi óhljóðum og skvettugangi, en þetta er samt bara ekki nógu gott. Líklega hefur Stella Artois flaskan bjargað miklu…

Hvar á maður nú að fá góðan Thai-mat á skikkanlegu verði?<br><br>-
“Ye have locked yerselves up in cages of fear–and behold, do ye now complain that ye lack FREEDOM!” Lord Omar, <i>The Epistle to the Paranoids</i>, <b>Principia Discordia</