Nú tek ég eftir að nokkrir hugarar eru mjög duglegir að lýsa fyrirlitningu sinni á s.k. FM-hnökkum. Nú er ég ekkert spenntur fyrir því fyrirbæri, tel mig vera geek og er stoltur af því, en ég skil bara ekki hve mikið fólk getur pirrað sig á þessu.

Af hverju að vera reiður, hlæjum bara góðlátlega og hristum hausinn. Eða, ef það er of erfitt, ímyndið ykkur bara að þeir eigi bágt greyin og maður er ekki vondur við þannig fólk, er það? Maður bara vorkennir þeim.

Sjálfur ætla ég bara að sofa rótt. FM-hnakkar eru bara fólk eins og allir aðrir, sumir betri og sumir verri. Þegar ég er að segja barnabörnunum frá því hvernig lífið var í kringum aldamótin hef ég þó frá einhverju sniðugu að segja. Ég get gert grín af þeim í sömu mund og ég segi frá hvernig tískan var á 9. áratugnum.

Ætli besta línan yrði ekki [ímyndið ykkur svona áherslur og erfiðleika andardrátt eins og hjá gömlu fólki] “og amma ykkar, já, hún var nú ekkert smá skotinn í honum Jónsa. Hann var nú meiri hnakkinn… Ha, vitiði ekki hver Jónsi í Svörtum fötum var? Ja, mikið hafa krakkar í dag það gott… Þegar ég var á ykkar aldri labbaði ég 2 kílómetra í skólann í 17° frosti!” [Þetta er n.b. satt...]<br><br>-
“Ye have locked yerselves up in cages of fear–and behold, do ye now complain that ye lack FREEDOM!” Lord Omar, <i>The Epistle to the Paranoids</i>, <b>Principia Discordia</