Er einhver annar en ég hérna sem óttast ekki dauðann? Þannig er mál með vexti að ég hef eytt meirihlutanum af ævi minni í ótta við dauðan og þar af leiðandi pælt mikið í honum. Síðan núna fyrir stuttu þá var ég í djúpum pælingum og þá laust því niður í mig, dauðinn er ekkert til að hræðast, við getum ekkert gert við því ef dauðinn ákveður að okkar tími sé uppi. Tökum dæmi, vinir mínur urðu kjaftstopp þegar við vorum að tala um gamalt fólk og ég sagði að ég væri handviss um að ég yrði dauður fyrir 65 ára aldur.

Ég veit að margir eru ekkert að trúa mér núna en í rauninni skiptir það mig engu máli, það eru ennþá svo ótrúlega margir sem lifa í ótta við það að deyja og eru ekki tilbúnir til að takast á við raunvöruleikan. Ég verð tilbúinn þegar minn tími er uppi.

P.S. Þetta er ekki í 70% hlutanum, mér er alvara.<br><br>§§§
<b><i>BudIcer:</b>
Maðurinn sem vinnur svart hjá ríkinu…</i>

<b>shelob skrifaði:</b><br><hr><i>Ef BudIcer segir eitthvað, þá eru 70% líkur á að það sé kaldhæðni. :)</i><br><hr>
Viltu sjá flottasta HP Fanart á netinu? <a href="http://kasmir.hugi.is/BudIcer/">Sjáðu.</a> Safnið er <b>91</b> mynd og stækkar enn.
§§§
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25