Hitaveita Suðurnesja tók af rafmagnið í nótt, veit ekki af hverju, en ég hringdi í þá áðan og þeir sögðust hafa tilkynnt það í hádegisfréttum í útvarpinu. Ég tel það ekki nóg, það hlusta ekki allir á hádegisfréttir og síðan finnst mér að þetta hefði í minnsta lagi líka vera tilkynnt á vefnum þeirra en fljót skoðun á honum sýnir að þetta var ekki birt þar, þótt að þar sé “fréttaveita”. Pabbi minn horfir alltaf á sjónvarpsfréttirnar og hann kom af fjöllum þegar ég minntist á þetta við hann. Þar sem þetta fyrirfram skipulagða rafmagnsleysi er svo merkilegt, þá hefði það alveg verið þess virði að birta í sjónvarpi.

Æjá, *nöldr* *nöldr* *nöldr*<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a