Góða kvöldið kæru hugarar.

Ég var að hugsa á meðan ég horfði á stöð 2(já ég get gert tvennt í einu) og komu auglýsingar oft á skjáinn sem var frekar truflandi. Þannig að þá kom upp sú hugsun um gjaldið sem við borgum fyrir stöð 2, afhverju erum við að borga fyrir að sjá auglýsingar? Ég skil t.d. útvarpstöðvar afhverju þær eru með auglýsingar og það er vegna þess að þær eru fríar en sjónvarpsútsendingar eru ekki fríar fyrir utan náttúrulega skjá 1 og rúv. En mín spurning er AFHVERJU borgum við fyir þessar auglýsingar og ætti það ekki að standa í kaupmála að við þurfum að lúta undir vilja þeirra og horfa á leiðinlegar auglýsingar sem eru ekki einu sinni fyndnar eins og gerist í útlöndum.

Takk fyrir mig.