Það sem fer gríðarlega í taugarnar á mér hér á huga er það að fólk leggi nánast ekkert í það að vanda sig við uppsetningu á korkum/greinum og stafsetningu. Í alvörunni, það var 13 ára drengur er skrifaði “ánamaþkur”. Auðvitað er eitthvað að þessu lesblindu að kenna, en hvernig í ósköpunum getur annar hver maður verið með dyslexíu? Það segjast margir vera með alvarlegasta stig að lesblindu hér, en þeim skjátlast. Ég veit um 12 ára strák sem er með alvarlegasta stig lesblindu og hann er nánast ólæs! Og það er eitthvað flýtivillur og skil ég ef fólk er að flýta sér að skrifa og getur ekki farið yfir þá komi þannig! Vám. kannski ætti að koma svona gluggi með erfiðum orðum hér á huga eins og t.d. fyrir, aldrei og enginn.(Veit, þetta er stolið frá tholla, I'm sorry). Og meðan ég man, þá er ein alveg ofboðslega mikil stafsetningarvilla á forsíðu huga! “Vinsælustu áhugamálin í Júní” . Það er lítið j í júní! :) Þetta er týpísk fljótfærnisvilla.
Jæja þessi fyrirlestur er orðinn lengri en hann átti upprunalega að vera.
Kveðja AlmarD,
næsti einræðisherra Nammilands.<br><br><font color=“#FF00FF”>:*</font